Landslið

Mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016

Sala hefst á midi.is á mánudag

8.8.2014

A landslið karla hefur leik í undankeppni EM 2016 þann 9. september þegar liðið mætir Tyrklandi og annar spennandi heimaleikur er í október þegar Holland kemur í heimsókn.  Alls leikur liðið fimm heimaleiki í undankeppninni, því árið 2015 verður leikið á Laugardalsvellinum gegn Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi.  Í fyrsta sinn verður nú hægt að kaupa mótsmiða sem gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppninni. 

Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla.  Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður.

  • Rautt svæði kr. 25.000
  • Blátt svæði kr. 15.000
  • Grænt svæði kr. 10.000

Hólf á Laugardalsvelli

Seldir verða um 130 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða 400 miðar alls.  Mest er hægt að kaupa átta mótsmiða á hverja kennitölu (stór fjölskylda).  Opnað verður fyrir sölu á fleiri mótsmiðum ef þörf krefur.

Sala mótsmiðanna fer fram á vefsíðunni midi.is og hefst á mánudag.  Upphafstími sölunnar verður kynntur sérstaklega með fréttatilkynningu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög