Landslið

Opnað fyrir mótsmiðasölu kl 12:00 í dag, mánudag!

400 miðar seldir - bætt við ef selst upp

11.8.2014

Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 kl. 12:00 á hádegi í dag, mánudag.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla.  Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður.

Seldir verða um 130 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða 400 miðar alls.  Mest er hægt að kaupa átta mótsmiða á hverja kennitölu (stór fjölskylda).  Opnað verður fyrir sölu á fleiri mótsmiðum ef þörf krefur.

Sala mótsmiðanna fer fram á vefsíðunni midi.is og þar er allar upplýsingar að finna.

Mótsmiðasalan á midi.is


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög