Landslið
A landslið kvenna

Miðasala á Ísland-Danmörk hafin

Algjör lykilleikur hjá stelpunum okkar

13.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni.

Við eigum möguleika á því að komast í umspilið um sæti á HM 2015!  

Með sigri í þessum leik kemst íslenska liðið í afar góða stöðu í þeirri baráttu.

Miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri, frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Miðasalan á midi.is


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög