Landslið
UEFA EURO 2016

Mótsmiðasalan opnuð að nýju

Viðtökur hafa verið afar góðar

13.8.2014

Opnað hefur verið að nýju fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 og fer salan fram á vefsíðunni midi.is sem fyrr.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir aðra leiki A landsliðs karla.  Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður.

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þennan möguleika, þ.e. að kaupa miða á alla heimaleiki Íslands í tiltekinni undankeppni.  Mótsmiðasalan opnaði fyrst á mánudag og voru viðtökur afar góðar. 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög