Landslið
A landslið kvenna

Landsliðshópurinn sem mætir Dönum 21. ágúst

Á landslið kvenna á möguleika á sæti í umspili fyrir HM 2015

13.8.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani þann 21. ágúst.  Með sigri í þeim leik á Ísland góða möguleika á sæti í umspili fyrir lokakeppni HM 2015, sem fram fer í Kanada næsta sumar.

15 leikmenn af 20 frá íslenskum félagsliðum

Fimm leikmenn af 20 eru á mála hjá erlendum félagsliðum, sem er nokkur breyting frá því fyrr í sumar, þegar 9 af 20 leikmönnum léku erlendis.

Sex íslensk félagslið eiga fulltrúa í hópnum.  Þar af á Stjarnan fimm leikmenn, Valur fjóra og Breiðablik þrjá. Önnur íslensk félög sem eiga fulltrúa eru Fylkir, Selfoss og Þór/KA.

Tveir leikmenn í hópnum hafa ekki leikið A-landsleik, en það eru þær Sonný Lára Þráinsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.  Arna Sif hefur leikið tæplega 40 leiki með yngri landsliðum Íslands (U17, U19 og U23), en Sonný Lára hefur ekki leikið með neinu yngra landsliði.  

Landsliðshópurinn

Nafn Félag Fædd Leikstaða Leikir Mörk
Þóra Björg Helgadóttir Fylkir 1981 Markvörður 105 -
Sandra Sigurðardóttir Stjarnan 1986 Markvörður 7 -
Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik 1986 Markvörður - -
Ólína G. Viðarsdóttir Valur 1982 Varnarmaður 69 2
Hallbera Guðný Gísladóttir Valur 1986 Varnarmaður 54 1
Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan 1995 Varnarmaður 22 -
Elísa Viðarsdóttir Kristanstads DFF 1991 Varnarmaður 15 -
Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan 1989 Varnarmaður 7 0
Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA 1992 Varnarmaður - -
Dóra María Lárusdóttir Valur 1985 Miðjumaður 105 18
Sara Björk Gunnarsdóttir FC Rosengård 1990 Miðjumaður 75 15
Katrín Ómarsdóttir Liverpool 1987 Miðjumaður 64 10
Rakel Hönnudóttir Breiðablik 1988 Miðjumaður 63 3
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 1990 Miðjumaður 52 4
Dagný Brynjarsdóttir Selfoss 1991 Miðjumaður 45 8
Guðný Björk Óðinsdóttir Kristanstads DFF 1988 Miðjumaður 34 -
Ásgerður St. Baldursdóttir Stjarnan 1987 Miðjumaður 4 -
Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes 1984 Framherji 92 33
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan 1986 Framherji 43 6
Elín Metta Jensen Valur 1995 Framherji 10 2


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög