Landslið

U15 karla - Tap gegn Perú

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú

18.8.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland.

Þrátt fyrir ágætan leik íslenska liðsins í seinni hálfleik þá náði Perú að halda út og fagnaði að lokum 2-1 sigri.

Það kemur í ljós um helgina hvort Ísland verður meðal þeirra liða sem leika í undanúrslitum.

Byrjunarlið Íslands:
Kristinn Pétursson
Ísak Atli Kristjánsson
Torfi Tímoteus Gunnarsson
Alex Þór Hauksson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Jónatan Jónsson
Hilmar Andrew McShane
Kristófer Ingi Kristinsson
Aron Birkir Stefánsson
Helgi Guðjónsson
Óliver Thoralcius


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög