Landslið
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld

Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum

21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada.

Þetta er í fyrsta skiptið sem danska kvennalandsliðið leikur hér á landi en allir 8 leikirnir til þessa hafa farið fram á erlendri grundu.  Íslenska liðið á eftir þrjá leiki í riðlinum, alla á heimavelli, en leikurinn við Dani er lykilleikur upp á framhaldið.

Miðasala er í gangi á www.midi.is en miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Miðasalan á Laugardalsvelli opnar kl. 17:00.

Nú er mikilvægt að fjölmenna á völlinn í blíðunni og styðja stelpurnar í baráttunni.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög