Landslið

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst

Miðasalan hefst kl. 12:00 á hádegi og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Tyrkir eru sem stendur á 32. sæti styrkleikalista FIFA og ljóst er að um hörkuleik verður að ræða þetta þriðjudagskvöld.  Riðill Íslands er erfiður og spennandi og Tyrkir spennandi andstæðingur í þessum fyrsta heimaleik.

Baráttan verður hörð í riðlinum og alveg ljóst að hlutur áhorfenda mun verða stór í þessari undankeppni.  Stuðningur áhorfenda var frábær í síðustu keppni og ljóst að margir bíða með tilhlökkun eftir þessum fyrsta heimaleik Íslands.

Miðaverð:   

                        Leikdagur/Fullt verð      Forsöluverð

  • Svæði I             6.000 kr.                    5.500 kr.
  • Svæði II            4.000 kr.                    3.500 kr.
  • Svæði III           3.000 kr.                    2.500 kr.

Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði og reiknast afslátturinn af fullu verði.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög