Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U15 karla - Ísland leikur um þriðja sætið í Nanjing

Töpuðu gegn Suður Kóreu í undanúrslitum

25.8.2014

Strákarnir í U15 stóðu í ströngu í gær þegar þeir mættu Suður Kóreu í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Jafnt var eftir venjulega leiktíma, 1 - 1, en Suður Kórea hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 1 - 3.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Helgi Guðjónsson Íslendingum yfir á 60. mínútu en þremur mínútum síðar jöfnuðu Kóreumenn og þar við sat.  Þurfti þá að grípa til vítaspyrnukeppni og þar skoruðu Suður Kóreumenn úr þremur spyrnum en Íslendingar úr einni.

Það er því ljóst að Ísland leikur um þriðja sætið við Grænhöfðaeyjar og fer leikurinn fram miðvikudaginn 27. ágúst.  Sama dag leika Perú og Suður Kórea til úrslita á þessum Ólympíuleikum ungmenna en Perú lagði Grænhöfðaeyjar í hinum undanúrslitaleiknum, 3 - 1.

Hér að neðan má finna tengil á myndasíðu KSÍ en þar hafa verið settar inn myndir frá leikjunum þremur sem Ísland hefur leikið.

Leikskýrsla

Heimasíða leikanna

Myndasafn KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög