Landslið
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Jafntefli gegn Frökkum

Beðið eftir úrslitum kvöldsins

9.9.2014

Strákarnir í U21 gerðu jafntefli gegn Frökkum í kvöld en leikið var í Auxerre í Frakklandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 og jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin á 80. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Frakkar komust yfir á 63. mínútu þegar Sanogo, leikmaður Arsenal, skoraði en okkar drengir gáfu allt í og náðu í dýrmætt jafntefli.

Ísland er því með 16 stig í öðru sæti riðilsins en Frakkar eru í efsta sæti og hafa tryggt sér sæti í umspili.  Þetta voru einu stigin sem Frakkar töpuðu í riðlakeppninni sem sýnir hversu góð úrslit þetta eru fyrir íslenska liðið.

Nú þarf að bíða eftir úrslitum kvöldsins til að sjá hvort þessi stig dugi íslenska liðinu en fjölmargir leikir eru í dag og í kvöld sem hafa áhrif á stöðu Íslands.  Fjórar þjóðir, með bestan árangur í öðru sæti riðlanna tíu, komast í umspilið ásamt efstu liðunum í riðlunum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög