Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Umspilssæti tryggt

Dregið verður á föstudaginn

9.9.2014

Í kvöld varð endanlega ljóst að U21 karlalandsliðið verður í pottinum þegar dregið verður í umspilð fyrir úrslitakeppnina 2015 en hún fer fram í Tékklandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en 14 þjóðir verða í pottinum.

Sigurvegarar riðlanna tíu ásamt þeim fjórum þjóðum sem voru með bestan árangur í öðru sæti komust í umspilið.  Umspilsleikirnir fara fram dagana 8. - 14. október en leikið verður heima og heiman.  Frábær árangur hjá þessu liði okkar og verður spennandi að sjá hverjir mótherjarnir verða.

Keppnin á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög