Landslið
Sigrún Ella og Guðrún Inga Sívertsen

Sigrún Ella fékk nýliðamerki

Lék sinn fyrsta A landsleik á laugardag

15.9.2014

Sigrún Ella Einarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Ísrael í undankeppni HM 2015 á laugardag.  Hún kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, lék vel og var síógnandi á hægri kantinum.  Að leik loknum fékk hún afhent nýliðamerki A landsliða og var það Guðrún Inga Sívertsen gjaldkeri stjórnar KSÍ sem afhenti merkið.

Sigrún, sem hafði leikið tæplega 100 meistaraflokksleiki fyrir FH áður en hún hafði félagaskipti í Stjörnuna fyrir þetta keppnistímabil, á einnig að baki leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Myndina sem fylgir fréttinni, sem og fjölmargar aðrar myndir, má skoða í myndasafni KSÍ.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög