Landslið
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Serbía

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september og hefst kl. 17:00

15.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir miklu máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM. 

Markvörðurinn, Þóra Helgadóttir, hefur gefið út að þetta verði hennar síðasti landsleikur, sá 108. í röðinni, og er hér gott tækifæri fyrir áhorfendur að kveðja hana eftir frábæran feril.

Styðjum stelpurnar alla leið og allt til loka í þessari keppni.

Miðaverð:

Fullorðnir: 1000 krónur

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri

Áfram Ísland!

Miðasala


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög