Landslið
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Holland hefst fimmtudaginn 18. september kl. 12:00

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október kl. 18:45

15.9.2014

Mánudaginn 13. október tekur Ísland á móti Hollandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 18. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Holland er svo sannarlega ein af stórþjóðunum í knattspyrnuheiminum og hampaði bronsverðlaununum á HM í Brasilíu í sumar.  Fjölmargar stórstjörnur eru í hollenska hópnum sem leika með mörgum af þekktustu knattspyrnufélögum heims.

Þetta verður svo sannarlega verðugt verkefni hjá strákunum okkar sem eru til alls líklegir eftir frábæran sigur á Tyrkjum í fyrsta leiknum.  Stemningin var frábær á vellinum þá og verður spennandi að sjá hverju íslenskir áhorfendur áorka þetta mánudagskvöld í Laugardalnum.

Ljóst er að það eru margir sem vilja tryggja sér miða á þennan leik og því um að gera að hafa hraðar hendur.

Miðaverð:   

                                               Leikdagur/Fullt verð      Forsöluverð

  • Svæði I (Rautt svæði)            6.000 kr.                    5.500 kr.
  • Svæði II (Blátt svæði)             4.000 kr.                    3.500 kr.
  • Svæði III (Grænt svæði)         3.000 kr.                    2.500 kr.

Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði og reiknast afslátturinn af fullu verði.

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög