Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 34. sæti

Besta staða karlalandsliðs Íslands frá upphafi

18.9.2014

Ísland fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA karla sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 34. sæti listans, ásamt Serbíu, og hefur karlalandsliðið ekki komist hærra áður á þessum lista.  Ísland er í 22. sæti á meðal aðildarþjóða UEFA en heimsmeistarar Þjóðverja tróna á toppi listans.

Af andstæðingum Íslands í nýhafinni undankeppni EM er það að frétta að Holland er í 4. sæti og Tékkar í 28. sæti.  Tyrkir eru í 38. sæti, Lettar eru í 99. sæti og Kasakar eru í 127. sæti á styrkleikalista FIFA.

Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Lettlandi, ytra 10. október og gegn Hollandi hér heima, 13. október.  Miðasala á síðastnefnda leikinn hefst einmitt í dag, fimmtudaginn 18. september, á hádegi kl. 12:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög