Landslið
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Svekkjandi tap gegn Spáni

Sæti í milliriðlum engu að síður tryggt

18.9.2014

Stelpurnar í U19 léku í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Litháen.  Andstæðingar dagsins voru Spánverjar sem unnu nauman sigur, 2 - 1, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma.  Spánverjar tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum en Ísland hafnaði í öðru sæti en kemst einnig áfram í milliriðla með Spánverjum.

Spánverjar réðu ferðinni lengst af í leiknum og komust yfir á 17. mínútu og leiddu í leikhléi.  Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp og Hulda Hrund Arnarsdóttir jafnaði metin á 78. mínútu.  Það var svo komið í uppbótartíma þegar Spánverjar skoruðu sigurmarkið og tryggðu sér sigur í leiknum.  Engu að síður góð frammistaða hjá íslensku stelpunum enda spænska liðið mjög sterkt og hafði unnið fyrstu tvo leiki sína með sjö og átta mörkum.

Þessar tvær þjóðir hafa því tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar en úrslitakeppnin fer fram í Ísrael á næsta ári.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög