Landslið
Aðstæður í Grindavík skoðaðar

Sendisveit UEFA skoðar aðstæður öðru sinni fyrir EM U17 kvenna 2015

Úrslitakeppni EM U17 kvenna fer fram á Íslandi sumarið 2015

29.9.2014

Eins og kynnt hefur verið hér á vef KSÍ mun úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fara fram á Íslandi, nánar tiltekið á suðvesturhorni landsins, sumarið 2015. Um er að ræða eitt allra viðamesta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og er ljóst að kröfurnar frá UEFA eru miklar.

Í síðustu viku kom hingað til lands öðru sinni sendisveit frá UEFA til að funda með fulltrúum KSÍ og skoða aðstæður, þar á meðal á þeim æfingasvæðum og keppnisvöllum sem koma til greina sem leikstaðir í mótinu. Ýmislegt annað var þó skoðað, eins og Icelandair hótel Natura, þar sem höfuðstöðvar mótsins verða og mun það hótel hýsa keppendur og aðra fulltrúa þjóðanna og UEFA. Loks var ráðhús Reykjavíkur skoðað, sem er mögulegur vettvangur þess þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina, en sá dráttur fer fram í apríl og er viðburðurinn nokkuð umfangsmikill. Fundað var um ýmsa skipulagslega þætti, auk þess sem farið var yfir markaðs- og kynningarstarf fyrir mótið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög