Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla leikur í undankeppni EM í Króatíu

18 manna hópur hefur verið valinn

29.9.2014

U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í október, og fer riðill Íslands fram í Króatíu dagana 5.-13. október.  Auk Íslands og Króatíu eru Eistland og Tyrkland í riðlinum.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.  Þriðjungur hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum, í Danmörku, Hollandi og á Englandi.

Hópurinn mun æfa saman í tvo daga fyrir brottför og fara þær æfingar fram í Fagralundi í Kópavogi.

Landsliðshópurinn

Dagskrá liðsins


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög