Landslið

Samningar við samstarfsaðila KSÍ staðfestir

Formaður KSÍ bauð samstarfsaðilana velkomna í landsliðið

3.10.2014

Á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntir landsliðshópar A karla og U21 karla fyrir mikilvæga leiki sem framundan eru.  Þar voru einnig boðnir formlega velkomnir í landsliðið samstarfsaðilar KSÍ en staðfestir voru samningar til fjögurra ára við þessi frábæru fyrirtæki.

Þetta eru: Borgun, Icelandair, Íslensk Getspá, Landsbankinn, N1 og Vífilfell og fengu fulltrúar þeirra landsliðspeysu frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, við þetta tækifæri.  Þessir samningar eru gríðarlega mikils virði fyrir knattspyrnuhreyfinguna og mikilvægt að hafa svo sterka bakhjarla innanborðs.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög