Landslið
Leikvangurinn í Álaborg

Íslendingar í Álaborg ætla að styðja strákana

Leikið gegn Dönum í umspili um sæti í úrslitakeppni EM á föstudag

9.10.2014

Eins og kunnugt er þá leika strákarnir í U21 fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á föstudaginn og verður leikið í Álaborg.  Íslendingar á svæðinu ætla ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að hittast á John Bull Pub fyrir leikinn.

Íslendingar í Álaborg og víðar ætla ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að styðja okkar stráka á morgun.  Þeir ætla að koma saman á John Bull Pub um 14:30 á leikdag og leggja svo á stað á völlinn á milli 16:30 og 17:00.  Þar ætla þeir að koma sér fyrir í stúku sem ætluð er aðkomuliðum, við inngang 7 og 8.  Frítt er inn á völlinn í Álaborg og eru Íslendingar á svæðinu hvattir til þess að fjölmenna á völlinn. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög