Landslið
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Knattspyrnuveisla í dag - A og U21 karla í eldlínunni

Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV

10.10.2014

Það er óhætt að segja að það sé knattspyrnuveisla framundan í dag því að bæði A og U21 karlalandslið Íslands verða í eldlínunni.  Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum í Álaborg kl. 16:00 að íslenskum tíma.  A landsliðið fylgir svo í kjölfarið en þeir mæta Lettum í Riga kl. 18:45 að íslenskum tíma í undankeppni EM.  Báðir leikirnir vera sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Seinni leikurinn hjá U21 fer svo fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15 en sú þjóð sem hefur betur samanlagt leikur í úrslitakeppninni í Tékklandi á næsta ári.  A landsliðið leikur hinsvegar á heimavelli daginn áður, mánduaginn 13. október, þegar þeir mæta Hollendingum í undankeppni EM.  Sá leikur hefst kl. 18:45 á Laugardalsvelli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög