Landslið
Unite against racism

Knattspyrnuvika tileinkuð baráttunni gegn rasisma

Rasismi á ekki að eiga sér stað innan knattspyrnunnar

10.10.2014

Þessi knattspyrnuvika (Week of football) sem hófst á fimmtudag, með öllum þeim leikjum sem fram fara í undankeppni EM 2016 þessa daga, er tileinkuð baráttunni gegn rasisma í Evrópu. Báðir leikir Íslands í þessari knattspyrnuviku, gegn Lettlandi í Riga í kvöld, föstudagskvöld, og gegn Hollandi á Laugardalsvelli á mánudag, eru þannig tileinkaðir þessu verðuga verkefni, en að því standa UEFA, FARE og FIFPro.

Gaman samanUndankeppni EM 2016 veitir okkur frábært tækifæri til að fylgjast með knattspyrnulandsliðum á vegferð um Evrópu.  Knattspyrnuáhugafólk um alla álfuna er hvatt til að styðja við ákall UEFA um virðingu gagnvart leikmönnum, dómurum, fulltrúum liðanna og gagnvart öðrum stuðningsmönnum.

Rasismi á ekki að eiga sér stað innan knattspyrnunnar.  Segjum „Nei við rasisma“ og stöndum með Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA), Samtökum knattspyrnuhreyfingarinnar gegn rasisma í Evrópu (FARE), og Samtökum atvinnuknattspyrnumanna (FIFPro), í sérstökum átaksvikum baráttunnar gegn rasisma, sem standa yfir um gervalla Evrópu dagana 9. til 23. október.

Njótið leikjanna - saman.

Nánari upplýsingar frá UEFA um knattspyrnuvikuna

No to racism


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög