Landslið

U21 karla - Jafntefli í Danmörku og Ísland í góðri stöðu

Frábær úrslit þar sem heimaleikurinn er eftir en hann fer fram á þriðjudag.

10.10.2014

Íslenska U21 landsliðið gerðu markalaust jafntefli við Dani í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM í Tékklandi. Danska liðið var sterkara en frábær varnarleikur skilaði íslensku stráknum jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik þar sem heimamenn gerðu sig líklega til ná forystu án þess þó að hafa erindi sem erfiði. Íslenska liðið lék skínandi varnarleik og fengu nokkrar álitlegar skyndisóknir. Danska liðið náði skora í fyrri hálfleik en dómari leiksins dæmdi brot á sóknarmann Danmerkur og sem betur fer dæmdi hann markið af. Þrátt fyrir að danska liðið hafi pressað ágætlega á íslenska liðið þá hélt varnarlínan vel og staðan var því markalaust í hálfleik. 

Það sama tók við í seinni hálfleik og danska liðið skellti sér í sóknina á meðan íslenska liðið lá tilbaka. Það má segja að íslensku rútunni hafi verið lagt í seinni hálfleik við vítateiginn en íslenska liðið varðist gríðarlega vel og hélt danska liðinu niðri. Ekkert mark var skorað í Álaborg og úrslitin ráðast því á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. 

Það verður að lokum að hrósa íslenskum áhorfendum sem létu vel í sér heyra og studdu gríðarlega vel við bakið á íslenska liðinu. 

Liðin mæta aftur á þriðjudaginn á Laugardalsvelli og hvetjum við alla til að mæta á leikinn og láta vel í sér heyra!

Smelltu hérna til að kaupa miða á Ísland U21 - Danmörk U21


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög