Landslið

U21 karla - Allt undir á Laugardalsvelli á þriðjudag

Leikið við Dani í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla kl. 16:15 á Laugardalsvelli

13.10.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á Laugardalsvelli kl. 16:15, þriðjudaginn 14. október.  Þá leika þeir gegn Dönum, seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leik þjóðanna lauk með markalausu jafntefli í Álaborg og því ráðast úrslitin á Laugardalsvellinum.

Það er augljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum fyrir strákana í þessum leik en hægt er að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Miðinn kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.  Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 13:00 á leikdag. 

Mætum öll og styðjum strákana okkar alla leið til Tékklands!

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög