Landslið
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Armeníu í dag

Tvær breytingar frá markalausa jafnteflinu við Moldóva

17.10.2014

U17 landslið karla mætir Armeníu í dag, föstudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta önnur umferð.  Í fyrstu umferð gerðu Ísland og Moldavía markalaust jafntefli, á meðan Ítalía lagði Armeníu 3-0.

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, Kolbeinn Finnsson og Mikael Harðarson koma inn í liðið í stað Viktors Helga Benediktssonar og Jóns Dags Þorsteinssonar.

Hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Byrjunarliðið

Markvörður:

 • Andri Þór Grétarsson

Aðrir leikmenn:

 • Alfons Sampsted
 • Axel Andrésson
 • Birkir Valur Jónsson
 • Dagur Hilmarsson
 • Erlingur Agnarsson
 • Júlíus Magnússon, fyrirliði
 • Kolbeinn Finnsson
 • Kristófer Konráðsson
 • Máni Hilmarsson
 • Mikael Harðarson

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög