Landslið
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Tékkum og Belgum tilkynntur

Vináttulandsleikur gegn Belgum í Brussel en leikið í undankeppni EM gegn Tékkum í Plzen

7.11.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Belgum og Tékkum núna í nóvember.  Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Belgum í Brussel, miðvikudaginn 12. nóvember, og við Tékka í undankeppni EM 2016 í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.

Valdir eru 23 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik áður, markvörðurinn Ingvar Jónsson og Hörður Björgvin Magnússon.

Ísland hefur leikið þrisvar sinnum gegn Tékkum og hafa unnið einu sinni en tvisvar beðið lægri hlut.  Þá hefur Ísland leikið 5 sinnum gegn Tékkóslóvakíu og hefur einu sinni gert jafntefli en tapað fjórum sinnum.  Ísland og Tékkar eru í efsta sæti A riðils undankeppni EM 2016 eftir þrjár umferðir.  Báðar þjóðir hafa fullt hús stiga en markatala Íslands er betri.  Þjóðirnar áttust síðast við á Laugardalsvelli í september 2011 og vann Ísland þá, 3 – 1.

Þetta verður í níunda skiptið sem leikið verður gegn Belgum sem hafa haft sigur í öll skiptin hingað til.  Síðast léku þjóðirnar í undankeppni HM árið 1977 og þá unnu Belgar, 4 – 0.

Belgíska liðið hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og komust í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu en féllu þar úr leik gegn Argentínu.  Belgar eru í 4. sæti á styrkleikalista FIFA sem segir nokkuð um uppgang þeirra í knattspyrnuheiminum.  Leikur þeirra gegn Íslandi er undirbúningur fyrir leik þeirra gegn Wales sem fer fram í Brussel, 16. nóvember.

Markatalan úr leikjunum átta er mjög hagstæð Belgum eða 29 - 5.  Þessi fimm mörk komu í tveimur fyrstu leikjunum sem fram fóru árið 1957 og enduðu 8 - 3 og 2 - 5.  Það voru Skagamennirnir Þórður Þórðarson og Ríkharður Jónsson sem skoruðu þessi mörk, Þórður með 3 og Ríkharður með 2.

Smelltu hérna til að horfa á fundinn í heild sinni. (myndband)

Smelltu hérna til að horfa á viðtal við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. (myndband)

Landsliðshópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög