Landslið
Tolfan

Uppselt á leikinn í Plzen

Ríflega 600 Íslendingar verða á vellinum

7.11.2014

Uppselt er á leik Tékka og Íslendinga í undankeppni EM en leikið verður í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember.  Knattspyrnusamband Íslands fékk ríflega 600 miða á þennan leik fyrir íslenska stuðningsmenn og eru þeir allir búnir og margir sem bíða á biðlista.  Ekki er mögulegt að fá fleiri miða fyrir íslenska stuðningsmenn enda er uppselt á völlinn í Plzen sem tekur um 11. 700 manns í sæti.

Það verður því vafalaust mikil stemning á vellinum í Plzen, sunnudaginn 16. nóvember, og munu sjónvarpsáhorfendur vafalaust heyra vel í íslenskum stuðningsmönnum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög