Landslið

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum í kvöld

Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á SkjáSport

12.11.2014

Karlalandsliðið leikur í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember, vináttulandsleik gegn Belgum og verður leikið á King Bauduoin Stadion í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá á SkjáSport.

Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt síðar í dag en ljóst verður að einhverjar breytingar verða á byrjunarliðinu frá síðustu leikjum.  Belgar hafa tilkynnt byrjunarlið sitt og er ljóst að þeir tefla fram geysilega sterku liði á móti Íslendingum.

Báðar þjóðir nýta þennan leik sem undirbúning fyrir leiki í undankeppni EM á sunnudaginn.  Belgar taka þá á móti Wales en Íslendingar sækja þá Tékka heim.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög