Landslið

U17 kvenna - Tveggja marka tap gegn Finnum

Leikið aftur á fimtudaginn

18.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu fyrri vináttulandsleik sínum gegn Finnum í dag en leikið var í Eerikkila.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Mörk Finna komu á 54. og 66. mínútu leiksins að fram að því hafði leikurinn verið nokkuð jafn.

Þjóðirnar leika annan vináttulandsleik á fimmtudaginn á sama stað en leikið er innandyra á íþróttasvæði sem er í eigu finnska knattspyrnusambandsins.  Þann leik er hægt að sjá í beinni útsendingu á heimasíðu finnska knattspyrnusambandsins.

http://www.huuhkaja.tv/

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög