Landslið
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Naumt tap gegn U18 landsliði Finna

Seinni vináttulandsleikur liðsins í ferðinni

21.11.2014

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega fyrir finnska U18 liðinu en þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í ferð þeirra til Finnlands.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur eftir að markalaust hafði verið í hálfleik.

Íslenska liðið barðist vel og hafði í fullu tré við mótherjana þótt um eldra lið væru að ræða.  Eina mark leiksins kom á 66. mínútu en leiknar voru 90 mínútur í þessum leik en ekki 80 mínútur eins og tíðkast hjá landsliðum U17.  Leikið var í Eerikkilä, sem er íþróttasvæði á vegum finnska knattspyrnusambandsins, við góðar aðstæður en leikið var í knattspyrnuhúsi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög