Landslið

U23 landslið kvenna leikur gegn Póllandi í Kórnum

Leikið verður gegn A landsliði Póllands 14. janúar

28.11.2014

U23 landslið kvenna mun í janúar, leika vináttulandsleik gegn A landsliði Póllands og verður leikið í Kórnum.  Leikið verður 14. janúar og þjóðirnar munu svo mætast aftur, þá í Póllandi, árið 2016. 

Landslið leikmanna U23 kvenna hefur aðeins leikið einn leik áður en það var árið 2012 þegar leikið var gegn Skotum ytra.  Þeim leik lauk með jafntefli, 2 - 2.

Ísland hefur leikið þrisvar sinnum gegn Póllandi en þá var A landsliðið á ferðinni.  Allir þrír leikirnir hafa unnist, Síðast mættust þjóðirnar árið 2008 á Algarve og urðu lokatölur þá, 2 - 0


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög