Landslið
Eyjólfur Sverrisson

48 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar U21 karla

Koma frá 21 félagi - leikmenn fæddir 1994 og 1995

1.12.2014

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla fara fram í Kórnum í Kópavogi dagana 6. og 7. desember næstkomandi.  Alls hafa 48 leikmenn fæddir 1994 og 1995 verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla.  Leikmennirnir 48 koma víðs vegar af landinu, frá 21 félagi.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög