Landslið
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir leikina gegn Kanada heldur áfram

Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og verður í beinni útsendingu hjá SkjáSport

14.1.2015

Undirbúningur karlalandsliðsins fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada heldur áfram en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og hefstkl 21:30 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í dag og var vel tekið á því.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni að undanskildum Guðmundi Þórarinssyni sem er með flensueinkenni og var ekki með.

Aðstæður eru sviipaðar og síðustu daga, skýjað en milt veður engu að síður.  Hópurinn breytti svo til í kvöld og skellti sér á leik í NBA deildinni í körfubolta.  Þar tóku heimamenn í Orlando Magic á móti Houston Rockets og unnu nokkuð óvæntan sigur í bráðskemmtilegum leik. 

Báðir leikirnir gegn Kanada verða í beinni útsendingu hjá SkjáSport og er hugur í hópnum að standa sig í þessum vináttulandsleikjum.  Þarna er dýrmætt tækifæri til að skoða fleiri leikmenn en hafa leikið undanfarið og verður spennandi að sjá hvernig menn nýta tækifærið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög