Landslið

A karla - Leikið við Kanada í kvöld

Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á SkjáSport

16.1.2015

Karlalandsliðið leikur í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Kanada en leikið verður á háskólavelli UCF í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma eða kl. 16:30 að staðartíma en seinni vináttulandsleikur þjóðanna fer fram mánudaginn 19. janúar á sama stað.

Liðið æfði í gær og fundaði tvisvar sinnum.  Guðmundur Þórarinsson var ekki með á æfingu dagsins líkt og á síðustu æfingu, vegna veikinda en hann er allur að braggast eftir flensu.  Annars er hópurinn í góðu standi og mikill hugur í mönnum.

Ekki hefur sést til sólar þá daga sem hópurinn hefur verið í Orlando en veðrið engu að síður verið gott fyrir Íslendinga í janúar.  Búast má þó við að sólin láti sjá sig á meðan leik stendur og veðurspáin hljómar upp á 15 gráður.

Byrjunarliðið verður tilkynnt á Facebooksíðu KSÍ um kl. 18:30 en vert er að minna á að leikurinn verður, líkt og seinni leikurinn, í beinni útsendingu hjá SkjáSport.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög