Landslið
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

Byrjunarliðið sem mætir Kanada kl. 21:00

Seinni vináttulandsleikur þjóðanna sem leikinn verður í Orlando

19.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando.  Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

  • Markvörður: Ögmundur Kristinsson
  • Hægri bakvörður: Haukar Heiðar Hauksson
  • Vinstri bakvörður: Hörður Árnason
  • Miðverðir: Hallgrímur Jónasson, fyrirliði og Jón Guðni Fjóluson
  • Hægri kantur: Rúrik Gíslason
  • Vinstri kantur: Þórarinn Ingi Valdimarsson
  • Tengiliðir: Guðmundur Þórarinsson og Rúnar Már Sigurjónsson
  • Framherjar: Hólmbert Aron Friðjónsson og Jón Daði Böðvarsson

Eins og venjan er í vináttulandsleikjum þá eru leyfðar sex innáskiptingar hjá hvoru liði.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög