Landslið
U17 landslið karla

U17 karla - Vináttulandsleikir gegn Norður Írum í febrúar

Leikirnir fara fram í Kórnum 10. og 12. febrúar

27.1.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki þann 10. og 12. febrúar næstkomandi.  Leikirnir fara fram hér á landi og verða leiknir í Kórnum í Kópavogi.

Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 18:45 og sá síðari, fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 12:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög