Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi

Vináttulandsleikur gegn Hollandi hefst í Kórnum kl. 14:00

4.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í dag kll 14:00.  Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá A landsliði kvenna en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur.  Þjóðirnar munu svo leika vináttulandsleik í Hollandi á næsta ári.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Rakel Hönnudóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Þetta verður 50. landsleikurinn hjá Hörpu Þorsteinsdóttur.

Við hvetjum alla þá sem kost hafa á að koma í Kórinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn sterku liði Hollands.  Ókeypis aðgangur.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög