Landslið

Bernhard:  "Býst við öflugum stuðningi áhorfenda við íslenska liðið"

Anouschka Bernhard, þjálfari U17 landsliðs Þýskalands, í viðtali við KSÍ TV

30.4.2015

Þjóðverjar eru taldir sigurstranglegir í úrslitakeppni EM U17 kvenna, sem fram fer á Íslandi í sumar, enda hefur Þýskaland hampað Evrópumeistaratitlinum í þessum aldursflokki oftar en nokkur önnur þjóð, eða í fjögur skipti af þeim 7 skiptum sem keppnin hefur verið haldin, og eru Þjóðverjar jafnframt ríkjandi meistarar.  Fyrstu mótherjar Þjóðverja eru gestgjafarnir, Íslendingar.

Þjálfari þýska liðsins, Anouschka Bernhard, var þó varkár í viðtali við KSÍ TV eftir að dregið var í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag og benti á að það væru fleiri lið en Þýskaland sem myndu koma til Íslands með það markmið að vinna mótið. 

Hún hlakkaði til leiksins við ísland og reiknaði með mörgum áhorfendum og góðum stuðningi við íslenska liðið, og taldi að Ísland myndi veita þýska liðinu keppni í leiknum ekki síst vegna stuðnings áhorfenda og stemmningu í íslenska liðinu.

Smellið hér til að horfa á viðtalið við Bernhard á Youtube rás KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög