Landslið
European Qualifiers

Miðasala á Holland-Ísland hefst 26. maí

Leikið á Amsterdam Arena 3. september

20.5.2015

Holland og Ísland mætast í undankeppni EM karlalandsliða fimmtudaginn 3. september. Leikurinn fer fram á Amsterdam Arena í samnefndri borg, heimavelli Ajax. Miðasala til stuðningsmanna Íslands hefst þriðjudaginn 26. maí næstkomandi kl. 12:00 á midi.is. Miðaverð er kr. 4.500 og er hægt að kaupa allt að 6 miðum í einum kaupum, líkt og á heimaleiki Íslands.

Svæði íslenskra stuðningsmanna á leiknum er fyrir aftan annað markið og eru miðar á midi.is seldir í það svæði. Athugið að kaupendur velja sér ekki sæti, heldur tilgreina þann fjölda miða sem á að kaupa.

Þegar miðakaupum er lokið fær kaupandinn staðfestingu á kaupunum (athugið að útprentuð staðfesting á miðakaupum er ekki aðgöngumiðinn sjálfur). Þess staðfestingu á miðakaupum þarf kaupandinn að áframsenda á midasala@ksi.is og í sama pósti þarf að tilgreina fullt nafn og kennitölu allra miðahafa (ef keyptir eru 6 miðar þarf að lista upp alla 6 miðahafana - KSÍ þarf að geta framvísað þessum upplýsingum ef þess er krafist af þar til bærum yfirvöldum).

Miðana sjálfa má síðan sækja á skrifstofu KSÍ dagana 18.-30. júní (virkir dagar kl. 09:00-16:00).

Allir þeir sem hafa nú þegar sent KSÍ fyrirspurnir um miða á þennan leik með tölvupósti eða öðrum leiðum þurfa einnig að fara sömu leið og lýst er hér að ofan, þ.e. kaupa miðana í gegnum midi.is.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög