Landslið

Komdu á undanúrslitin á EM U17

Efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu leika listir sínar

30.6.2015

Undanúrslit EM U17 kvenna fara fram í dag, miðvikudaginn 1. júlí, á Valsvellinum við Hlíðarenda. Kl. 13:00 mætast Spánn og Frakkland og kl. 19:00 mætast Sviss og Þýskaland. 

Fyrir leikina verða knattþrautir og hoppukastali í boði fyrir krakka, landsliðskonur mæta á svæðið, boðið verður upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa og hægt verður að taka þátt í happdrætti þar sem vinningar eru miðar á landsleiki með A-landsliðum kvenna og karla. 

Dagskrá hefst einum og hálfum tíma áður en leikir hefjast. 

Nýtum tækifærið, mætum á völlinn og sjáum efnilegustu stelpur Evrópu leika listir sínar.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög