Landslið

U17 - Tap gegn Noregi

Íslenska liðið mætir Þýskalandi í seinasta leiknum í riðilinum

1.7.2015

Íslenska U17 lið kvenna sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Danmörku varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Noregi. Leikurinn var jafn heilt yfir en norsku stelpurnar skoruðu markið sem skildi að lokum liðin að. 

Ísland leikur á morgun, fimmtudag, gegn Þýskalandi en íslenska liðið er sem stendur á botni riðilsins án stiga. 

Smelltu hérna til að komast á vef mótsins


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög