Landslið

U17 - Spánn í úrslitin eftir vítakeppni

Spánn mætir Þýskalandi eða Sviss í úrslitaleiknum.

1.7.2015

Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM U17 kvenna með sigri á Frökkum en leikurinn endaði í vítakeppni. Spánn vann samanlagt 5-4 eftir vítakeppnina og mætir því Sviss eða Þýskalandi í úrslitaleiknum. 

Leikurinn var hinn fjörugasti en Frakkar komust yfir á 63. mínútu þegar Sarah Galera skoraði mark eftir krafs í vítateig Spánverja. Það var ekki mikið eftir af leiknum þegar Spánn jafnaði metin þegar Natalia Montilla vippaði knettinum yfir markmann Frakka af löngu færi. Markið kom á 79.mínútu og stuttu síðar var blásið til leiksloka. 

Það var því farið beint í vítakeppni en ekki er framlengt á þessum aldri. Frakkar klikkuðu á tveimur vítum og Spánn á einu og það voru því Spánverjar sem tryggðu sér sigurinn 5-4 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum á laugardaginn. 

Spánn mætir annaðhvort Þýskalandi eða Sviss en þessi lið eigast við klukkan 19:00 í kvöld. 

Stemningin á leiknum var frábær en 807 komu í stúkuna og studdu dyggilega við bakið á liðunum.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög