Landslið

Fjölmennum á úrslitaleik U17 kvenna

Leikurinn fer fram á Valsvelli, laugardaginn 4. júlí

3.7.2015

Úrslitaleikur í lokakeppni EM U17 kvenna fer fram á Valsvelli laugardaginn 4. júlí og verður blásið til leiks klukkan 16:00. Það verður frábær dagskrá fyrir leikinn og svo kemur í ljós hvort það verða Spánverjar eða Svisslendingar sem lyfta bikarnum í leikslok. 

Fyrir leik verður boðið upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa, knattþrautir og hoppukastala fyrir börnin, landsliðskonur mæta á svæðið, árita plaköt og heilsa upp á krakkana sem mæta og boðið verður upp á happdrætti þar sem hægt er að vinna miða á A-landsleiki karla og kvenna. 

Þessi dagskrá hefst kl. 14:30. Komið og sjáið efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu leika listir sínar.

Smelltu hérna til að fara á vef mótsins.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög