Landslið

757 áhorfendur mættu á úrslitaleikinn

Meðalaðsókn í heildina 424 áhorfendur á leik - 612 að meðaltali á leikjum Íslands

6.7.2015

Um liðna helgi lauk úrslitakeppni EM U17 kvenna, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um fór keppnin fram hér á landi.  Framkvæmd mótsins tókst í alla staði vel og er óhætt að segja að fjöldi áhorfenda á leikjum mótsins hafi verið framar vonum.


Hér að neðan gefur að líta aðsóknartölur.  Meðaltal áhorfenda var 424 á leik, en heildarfjöldinn var 6.360.  Á leiki Íslands mættu að meðaltali 612 áhorfendur, þar af voru áhorfendur yfir sjö hundruð á tvo leiki íslenska liðsins.  Flestir áhorfendur mættu á viðureign Spánar og Frakklands í undanúrslitum, eða 807.

Aðsókn að leikjum í úrslitakeppni EM U17 kvenna 2015

Riðill Dagsetning Leikur Leikstaður Aðsókn
A 22.6.2015 England - Spánn Grindavíkurvöllur 271
A 22.6.2015 Ísland - Þýskaland Grindavíkurvöllur 707
B 22.6.2015 Írland - Frakkland Kópavogsvöllur 227
B 22.6.2015 Sviss - Noregur Kópavogsvöllur 227
A 25.6.2015 Ísland - England Akranesvöllur 714
A 25.6.2015 Þýskaland - Spánn Akranesvöllur 372
B 25.6.2015 Frakkland - Noregur Laugardalsvöllur 283
B 25.6.2015 Írland - Sviss Laugardalsvöllur 317
A 28.6.2015 Þýskaland - England Fylkisvöllur 243
A 28.6.2015 Ísland - Spánn Kópavogsvöllur 415
B 28.6.2015 Frakkland - Sviss Fylkisvöllur 236
B 28.6.2015 Noregur - Írland Kópavogsvöllur 205
Undanúrslit 1 1.7.2015 Spánn - Frakkland Valsvöllur 807
Undanúrslit 2 1.7.2015 Sviss - Þýskaland Valsvöllur 579
Úrslitaleikur 4.7.2015 Spánn - Sviss Valsvöllur 757
Alls 6.360


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög