Landslið

A landslið kvenna upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Heimsmeistararnir í efsta sæti listans - Svíar efstir Norðurlandaþjóða

10.7.2015

A landslið kvenna hækkar um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA.  Íslenska liðið, sem situr nú í 18. sæti listans, lék einn leik frá því síðasti listi var gefinn út, en það var sigurleikur gegn Hollandi í Kórnum í apríl. 

Merki Styrkleikalista FIFA kvennaÍsland hefur hæst komist í 15. sæti listans, en aldrei farið neðar er 21. sætið.  Meðalstaða íslenska liðsins á listanum frá því hann var fyrst gefinn út er 17. sæti.  Næsta þjóð fyrir neðan Ísland er Spánn og Suður-Kórea er í næsta sæti fyrir ofan.

Nýkrýndir heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti listans, fara upp fyrir Þjóðverja.  Svíar eru efstir Norðurlandaþjóða í 7. sæti og Norðmenn náðu inn á topp 10.  Danir eru í 15. sæti og Finnar í 24. sæti.  Færeyingar eru númer 88 á listanum.

Undankeppni EM 2017 hefst í september og því er athyglisvert að skoða hvar þær þjóðir sem eru með Íslandi í riðli standa.  Skotar eru skammt á eftir Íslandi í 20. sæti, Hvít-Rússar sitja í 49. sæti, Slóvenar eru í 64. sæti og Makedónía er neðst af þessum þjóðum í 117. sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög