Landslið

Ísland hefur leik í Úkraínu í undankeppni HM

Seinasti leikur Íslands verður í Tyrklandi

26.7.2015

Það er ljóst hvernig leikjaplan Íslands er fyrir undankeppni HM en dregið var í gær, laugardag. Íslenska landsliðið hefur leik gegn Úkraínu á útivelli þann 5. september 2016 en á svo tvo heimaleiki við Finnland og Tyrkland.

Íslenska liðið leikur seinasta leik sinn í undankeppninni í Tyrklandi en svo skemmtilega vill til að Ísland leikur einmitt lokaleik sinn í undankeppni EM 2016 gegn Tyrkjum á útivelli.

I-riðill: Ísland, Tyrkland, Króatía, Finnland, Úkraína.

Leikjaplan Íslands - Undankeppni HM 2018:

5. september 2016: Úkraína - Ísland

6. október 2016: Ísland - Finnland

9. október 2016: Ísland - Tyrkland

12. nóvember 2016: Króatía - Ísland

11. júní 2017: Ísland - Króatía

2. september 2017: Finnland - Ísland

5. september 2017: Ísland - Úkraína 

6. október 2017: Tyrkland - ÍslandMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög