Landslið
U17 landslið karla

Þriggja marka sigur Svía á Opna NM

Heimamenn byrja mótið vel

4.8.2015

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Svíþjóð í fyrsta leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, þriðjudag.  Svíar eru ríkjandi Norðurlandameistarar og mótið í ár fer einmitt fram þar í landi, nánar tiltekið í Värmland.

Joel Joshoghene Asoro gerði tvö mörk fyrir Svía og Teddy Bergqvist eitt.  Asoro náði forystunni fyrir sænska liðið eftir um stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks.  Bergqvist jók foystuna um miðbik seinni hálfleiks og Osoro bætti þriðja markinu við skömmu fyrir leikslok.

Næsta umferð er á miðvikudag og þá mætir Ísland Bandaríkjunum, öðru af tveimur gestaliðum mótsins í ár, en hitt er Pólland.  Leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Á vef sænska knattspyrnusambandsins er hægt að finna ýmsar upplýsingar um mótið og eru allir leikir í beinni textalýsingu.  Sjá nánar hér: http://svenskfotboll.se/landslag/p99/nordisk-pojk/


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög