Landslið

U17 karla - Sigur á Bandaríkjunum

Bæði mörk leiksins voru sjálfsmörk

5.8.2015

U17 ára landslið karla vann 2-0 sigur á Bandaríkjunum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Fyrra markið kom beint úr hornspyrnu en dómari leiksins taldi að boltinn hafi komið við leikmann Bandaríkjanna og var markið því skráð sem sjálfsmark.

 Seinna markið var líka sjálfsmark og Ísland vann því leikinn 2-0. Næsti leikur íslenska liðsins er við Færeyjar á föstudaginn en Svíar unnu öruggan 4-0 sigur á Færeyingum á mótinu. 

Svíar eru á toppi riðilsins með 6 sig en Ísland og Bandaríkin eru með 3 stig og svo reka Færeyingar lestina án stiga.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög