Landslið

U17 karla - Sigur á Færeyjum

Ísland leikur við Dani um bronsið

7.8.2015

Íslenska U17 ára landslið karla vann í dag, föstudag, 2-0 sigur á Færeyjum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Ísland skoraði tvívegis í seinni hálfleik en Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 46. mínútu leiksins en það var Birgir Finnsson sem skoraði seinna marki á 48. mínútu og endaði leikurinn 2-0.

Íslenska liðið er með 6 stig en Svíar unnu riðilinn eftir að leggja Bandaríkin 2-1. Ísland endaði í 2. sæti með 6 stig og leikur við Danmörk um bronsið á sunnudaginn en leikurinn fer fram klukkan 10:00 að íslenskum tíma.


Byrjunarliðið í leiknum gegn Færeyjum:

Alex Þór Hauksson (F)

Ísak Atli Kristjánsson

Kristófer Ingi Kristinsson

Atli Hrafn Andrason

Kolbeinn Birgir Finnsson

Helgi Guðjónsson

Jónatan Ingi Guðjónsson

Aron Birkir Stefánsson (M)

Torfi T. Gunnarsson

Aron Kári Aðalsteinsson

Arnór Sigurðsson

 

 Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög