Landslið

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA

Ísland er í 23. sæti listans

3.9.2015

Ísland fór upp um sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Liðið fór í 23 sætið og hafði sætaskipti við Frakka sem nú verma 24. sætið. Danir fóru upp fyrir Ísland á listanum en danska liðið fór upp um 3 sæti frá seinasta lista og er í 22. sætinu. 

Litlar breytingar urðu á toppi listans en Argentína er á toppnum, síðan kemur Belgía og þá Þýskaland. England fór niður um 2 sæti og er í 10. sæti en Síle fór upp um jafn mörg sæti og er í 8. sæti FIFA listans. 

Smelltu hérna til að sjá FIFA-listann. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög